15.6.08

Catherine Ledner - dýramyndir

Catherine Ledner er ljósmyndari sem býr í Los Angeles með manni, syni og fullt af dýrum. Á síðunni: http://catherinesanimals.com/ eru afar áhugaverðar myndir sem hún tekur af hinum ýmsu dýrum. Myndirnar eru til sölu og eru tilvaldar á veggi barnaherbergja ...

3.6.08

Uppáhalds bækurnar mínar

Í fyrra fengust frábærar japanskar "húsabækur" í Kisunni. Þær eru endlaus uppspretta hugmynda og m.a. eru barnaherbergi í Stokkhólmi, London og París, tekin fyrir. Bækur fyrir metnaðarfulla foreldra og aðra áhugasama. Hér má sjá alla seríuna frá þeim.

Apinn (1951)

Kaj Bojesen hannaði apann árið 1951 og því verður hann 57 ára á árinu. Hann er alltaf jafn sætur og eldist einstaklega vel. Tilvalin sængur- eða skírnargjöf handa nákomnum (fæst í Epal).

1.6.08

Límmiðar

Þennan ótrúlega sæta hundalímmiða fann ég á síðunni: www.domestic.fr. Væri voða sætur t.d. í barnaherbergi ... eða bara í holinu.

Litlir sætir kjólar á vegg

Litlar stelpur eiga flestar svo mikið af fallegum kjólum að það er hálfgerð synd að geyma þá inni í skápum eða niðri í skúffum. Þess vegna fannst mér, á sínum tíma, upplagt að hengja þá upp á vegg og lífga í leiðinni upp á herbergið. Snagarnir komu úr Rúmfatalagernum, 3 stk., hengdir upp hlið við hlið og hvítu blómin keypt í IKEA, hengd upp með kennaratyggjói. (Herbergi Ernu Sóleyjar, Stigahlíð 10)