31.5.10

2 x HM-pendel til sölu - S E L D

Er að selja tvö dönsk loftljós úr Epal, HM-pendel sem hönnuð eru af Christian Hvidt árið 1976. Þau eru 30 cm í þvermál, svört, en svolítið sjúskuð (yrðu alveg eins og ný ef þau væru sprautuð og skipt væri um snúru (sem gæti t.d. verið appelsínugul eða rauð)). Í dag kosta svona ljós 52.200 kr. stykkið út úr búð.

Svört loftljós

Hér höfum við nokkrar myndir af svörtum hangandi hálfkúlum.

30.5.10

Skyflyer

Skyflyer heitir þetta fallega ljós sem hannað var af Yki Nummi árið 1960. Framleitt í dag af Adelta.

28.5.10

Grátt gólf

Mikið væri fallegt að mála bara allt parkettið grátt ...

Finnsk sveppaskál

Einhver spurði mig um daginn hvort ég vissi eitthvað um sveppaskálinu í innlitinu hér, hvaðan hún kæmi og hver hannaði? Og það sem ég veit er að hún var framleidd af Arabia, Finel - Finnlandi og hönnuð af Kaj Franck og Esteri Tomula ... og ég geri ráð fyrir að hægt sé að finna slíka skál í netverslunum sem selja klassíska hluti frá síðustu öld.

26.5.10

Til sölu á Tómasarhaga

Ég tek alltaf kipp þegar ég sé að ný eign á Tómasarhaganum er komin í sölu. Ekki er ég að hugsa um að flytja en þetta er jú draumagatan. Rakst á þessar myndir í dag ...

25.5.10

Fjällräven

Fjällräven-bakpokar eru flottastir!

Totem

Totem heita nýjar hillur Vincent Van Duysen sem virka ansi skemmtilegar. Framleiðandi er Pastoe.

Allskonar kollar

Ég er sérlega áhugasöm um kolla þessa dagana og því varð ég að bæta við þessari mynd, þó lítil sé (hún stækkar ef klikkað er á hana).

Hamborg

Fleiri myndir frá Janne Peters - innlit frá Hamborg.

Suður Svíþjóð

Svona hefur fólk það á suðurlandi Svíþjóðar. Janne Peters tók þessar fallegu myndir.

20.5.10