30.11.10

Tréjólatré - öll farin

Fyrir tveimur árum síðan fór ég að framleiða tréjólatré sem eru endurgerð af gömlu tré sem ég átti sem barn. Þau hafa vakið mikla hrifningu og því held ég áfram og er nú komin með nokkur í hús.

29.11.10

Plumen-perur

Yfirleitt þoli ég ekki sparperur en þessar eru áhugaverðar.

28.11.10

B&O Beocord 1100 - S E L T

Til sölu þetta æðislega B&O kasettutæki (eins og það fremra á myndinni, klætt með tekki). Dásamlega fallegt - hannað af Jacob Jensen og var í sölu frá 1975-77. Upplýsingar um tækið hér og hér.

25.11.10

Herskarar engla ...

Líður að aðventu. Tekkbakki, englakertastjakar, könglar og greni.

Rjúpur og snjóboltar

Tekkbakki, kertastjakar, könglar og greni.

House Doctor jólaskraut

Jólaskrautið frá House Doctor er ansi fallegt í ár. Fæst m.a. í Tekk-Company og Sirku á Akureyri.

23.11.10

Til sölu hvítur Wave hanger - S E L D U R

Ég hef lengi hrifist af þessum snögum (hönnun Nanni Holén og framleiðandi Design house Stockholm) og lét loks verða af því að kaupa mér slíka inn á bað. Þeir eru seldir 2 saman í pakka og mig vantaði 3 stk. þannig að núna sit ég uppi með einn hvítan, 45 cm á lengd, sem ég vil gjarnan selja. olofjakobina@gmail.com.

22.11.10

Eldhúsljós

Sweet Paul er mikill snillingur. Þetta fína ljós gerði hann úr gömlum iðnaðarhrærivélaþeytara og svona fór hann að því.

20.11.10

19.11.10

Maliin Stoor

hin sænska býr svona huggulega. Myndir af síðu Emmu Fexeus.

17.11.10

Litríkar rafmagnssnúrur

Ég mæli með tausnúrunum sem fást í Sirku - fínar fyrir jólin!

Bambuskollar til sölu - S E L D I R

Tími bambuskollana er kominn, sjá hér og hér.
Og við leitina að rétta jólaskrautinu, niðri í geymslu, kom ýmislegt í ljós, t.d. þessir krúttlegu kollar hér á myndunum. Þeir vilja ólmir komast á gott heimili, rétt eins og frændur þeirra gerðu. Tilboð óskast! olofjakobina@gmail.com

Fallegt í Finnlandi

Myndir af síðunni Plaza.fi.

15.11.10

Jólasaga

Aino-Maija Metsola fyrir Marimekko.

Bumling-loftljós

Sænsku Bumling-ljósin eru mjög vinsæl í Svíþjóð og sjást víða á myndum. Þau eru hönnun Anders Pehrson frá árinu 1968. Sölusíðan Húsgögn-Retró á Facebook er með tvö slík, hvít, ljós, alveg ný, til sölu á 45.000 kr. stykkið (kosta 85.000 krónur út úr búð) eða bæði saman á 75.000 krónur. Mjög flott í eldhúsið :)

13.11.10

12.11.10

Súkkulaðidraumur

Nokkrar súkkulaðimyndir sem ég, Sirrý og Kalli gerðum fyrir Gestgjafann. Uppskriftir og fleiri myndir í Kökublaðinu.

11.11.10

Aðventukransar

Fyrir Kökublaðið föndraði ég nokkra aðventukransa og Rakel Ósk Sigurðardóttir tók af þeim þessar fallegu myndir.

7.11.10

Lo Bjurulf

Lo Bjurulf er ansi fínn stílisti - fleiri myndir hér.