29.6.11

Asker frá IKEA

Í kvöld hengdi ég upp svona Asker ílát inni á baði til að nota fyrir tannburstana og skil ekkert í því af hverju ég var ekki búin að fatta þetta fyrir lifandi löngu. Þessi ágæta krús, sem er akkúrat það sem mig vantaði, er seld í eldhúsdeildinni en svínvirkar sem sagt undir burstana. Hönnun Sigga Heimis fyrir IKEA.

27.6.11

Í gömlu norsku skólahúsi

Hér eru myndir af heimili norsku listakonunnar Mariu Överbye en hún býr ásamt fjölskyldu sinni í gömlu skólahúsi frá 1893. Ljósmyndir Trine Thorsen.

23.6.11

Pallettur

Euro-pallettur má nota á ýmsa vegu. Þessar ágætu hugmyndir eru af síðunni Apartment therapy.

16.6.11

Rabbarbari

Í nýjasta Gestgjafanum er ljómandi fallegur rabbarbaraþáttur. Myndir Karl Petersson, uppskriftir Sirrý og ég sá um stíliseringu.

15.6.11

Góði alltaf góður

Teketillinn, sem mig hefur lengi langað í, beið mín í Góða hirðinum í dag. Ketillinn, GA3 (eins og sá svarti á myndinni) var hannaður árið 1953 af Ullu Procopé fyrir Arabia og eintakið sem ég fann framleitt árið 1969 - er því alsæl með kaupin :)

Drottinn hér og þar

Á þessum myndum sem birtust í Húsum og híbýlum og Gestgjafanum sér maður glitta í Drottinn blessi heimilið ;) Ljósmyndir: Bragi Þór Jósefsson, Rakel Ósk Sigurðardóttir, Gunnar Sverrisson og Karl Petersson.

14.6.11

París

Mig langar mest að stinga af til Parísar - mynd cakies.

Design*Sponge diy

Ef þú býrð svo vel að eiga auðan vegg (og ef afi þinn var prentari) þá er þetta ágætis hugmynd - sjá meira hér.

11.6.11