30.4.11

það snjóar bara og snjóar ...

og því er hér jólainnlit frá Sidney - myndir Lucy Feagins.

28.4.11

Brúðkaup

Í tilefni af konunglega brúðkaupinu í fyrramálið þá eru hér nokkrar myndir frá bresku versluninni Cox & Cox.

Myndir ársins 2010

Ég var að fletta bókinni Myndir ársins 2010 og rakst þá á þessa skemmtilegu mynd sem ég stíliseraði en Sigtryggur Ari Jóhannsson tók fyrir Gestgjafann í fyrra.

Montana-fatahirslur

Fallegur fataskápur frá Montana, fæst hér í Epal.

MT masking tape

Ég rakst á þessar undurfögru límbandsrúllur í versluninni Aurum um daginn. Það má nú gera eitt og annað skemmtilegt úr þeim ...

27.4.11

Melbourne

Margt skemmtilegt á þessu ástralska heimili - meira um það hér.

Picknick í Pipar og salti

Verslunin Pipar og salt er komin með sænku Picknick-línuna sem ég minntist á hér. Og ekki nóg með það heldur eru vörurnar ódýrari hér en í Svíþjóð ... allavega viskustykkið sem ég keypti.

26.4.11

Skógeymsla

Hér er hugmynd að skógeymslu fyrir þá sem búa þröngt ...

Vængurinn

Á HönnunarMarsinum fjárfesti ég í þessum dýrindis ullartrefli (sem er nánast eins og teppi), nýjustu afurð Víkur Prjónsdóttur sem ber nafnið Vængurinn. Hann koma sér vel í snjónum um helgina og gef ég honum mín bestu meðmæli!

25.4.11

Collection a Day

er skemmtileg síða fyrir alla safnara.

19.4.11

Flókagata - S E L D

Kom auga á þessa fögru íbúð á fasteignavefnum - meira hér.

Vor í lofti

Væri ekki bara sniðugt að fá sér gervigras á stofuna fyrir sumarið?

Bóhemar í Danaveldi

Myndir úr Bolig magasinet.