28.7.11

Ný póstkort

Ég og Guðný Þórarinsdóttir prentsmiður erum að fara af stað með nýja línu af póstkortum með allskyns góðum frösum á íslensku og ensku. Kortin eru komin í Epal og verða til sölu víðar á næstunni.

Góður krani

Ljósmynd Morten Holtum.

26.7.11

Til sölu baststóll - S E L D U R

Stór og góður tágarstóll til sölu, fallegur með gæru eða púða (fylgir ekki í kaupum). Breidd 59 cm, dýpt 78 cm og hæð 85 cm. olofjakobina@gmail.com

22.7.11

Thonet-ruggustóll

Ég er voða skotin í Thonet-ruggustólum þessa dagana ...

Svarta Semi-ljósið - S E L T

er hér enn ef einhver hefur áhuga ;)

Hello House

Fallegt heimili Ellen Thorstensen sem heldur úti síðunni Hello House (via when my eyes light up).

19.7.11

Hof

Dásamlegt heimili Lilju Pálmadóttur og fjölskyldu í New York Times - sjá viðtal og fleiri myndir hér.

Mosi krúsídúlla

Í dag fórum við, ég og börnin, og keyptum sparibaukinn Mosa í MP banka (þó að við séum í viðskiptum við annan banka). Við vorum öll sammála um það, að við bara yrðum að eignast hann, þetta litla sæta krútt! Hönnun Tulipop.

18.7.11

Malmö, einhver?

Sænski fasteignavefurinn Bolaget er alltaf með eitthvað skemmtilegt (eitthvað annað en okkar íslenski) og hér höfum við afar huggulega íbúð til sölu í Malmö (via emmas designblogg).

13.7.11

Svona er í Portúgal

- fleiri myndir hér.

Endurvinnsla á gömlu handverki

Undanfarin ár hafa vinsældir gamalla útsaumsmynda aukist jafnt og þétt. Útsaumurinn hefur verið notaður í púða, töskur, veggmyndir og ýmislegt annað. Þessar pullur hér finnast mér voða fínar, svo fallegar í laginu. Hönnun Penelope Durston.

Kartio-vasar

Kartio-glösin, frá 1958, eru sennilega með þekktari verkum Kaj Francks, en þau voru hönnuð til að passa með Kilta-stellinu sem var forveri Teema. Glösin eru sívinsæl og mjög gott dæmi um tímalausa hönnun. Þarna um árið hannaði Kaj Franck líka blómavasa í sama stíl en þeir hættu í framleiðslu árið 1961. Iittala hefur nú dustað rykið af þeim og sett á ný í framleiðslu en vasarnir fást í tveimur stærðum og fimm litum.

12.7.11

Áhugaverð hjólageymsla

Það eru kannski ekki allir með hjólageymslu í kjallaranum - mynd af síðu tímaritsins Dwell.

7.7.11

Klassísk finnsk hönnun - S E L D U R

Til sölu forkunnar fagur emeleraður pottur með haldi úr massífu tekki. Potturinn var hannaður af finnanum Seppo Mallat árið 1963 fyrir Finel, en á þeim tíma vann sá hönnuður með Antti Nurmesniemi sem er stundum skrifaður fyrir hönnuninni (en það er víst ekki rétt, sjá hér). Finel varð síðar að Arabia og er potturinn því framleiddur af Arabia Finland.

3.7.11

Hundur Kay Bojesen

Þetta mikla krútt er hönnun Kay Bojesen (sem ég hef áður talað um hér) frá 1935. Hundurinn er nú aftur kominn í framleiðslu hjá Rosendahl og fæst í Epal.

Fallegt gólf

Falleg eik á gólfið frá Harper & Sandilands.