30.4.09

Amsterdam

Hér er innlit til innanhússarkitektsins Wim De Vos sem er búsettur í Amsterdam.

28.4.09

Kivi-kertastjakarnir

frá Iittala eru alltaf jafn fallegir. Í dag fékk ég einn í sumargjöf, blueberry blue, sem bætist við safnið. Ég væri svo til í að eiga alla litina ... en það er eintóm græðgi!

27.4.09

Fjölskyldumyndirnar

Þetta er nú aldeilis fínn myndafleki, skemmtilegustu fjölskyldumyndirnar allar á einum stað ... og lampinn er líka fínn. (Stílisti Pernille Vest)

26.4.09

Nicolas Mathéus

Franski ljósmyndarinn Nicolas Mathéus tók þessar fínu myndir:

22.4.09

by nord

Þetta fallega sængurverasett er hannað af by nord.

21.4.09

London

Abigail Ahern er hönnuður og stílisti sem býr í London.

Áfram Habitat

Þessa hressilegu mottu (sem er 170x240 cm) hannaði Margo Selby fyrir Habitat. Ég væri þakklát þeim sem opnuðu verslunina aftur ... þó ekki í Holtagarðahryllingnum.

19.4.09

Coral

Og ljósið heitir Coral, hannað af David Trubridge og framleitt af Whiteflax.

Ferskir straumar frá Uruguay

Svakalega flott - rauðir gluggar og hurðir - gengur þó líklega ekki hér í blokkinni.

Vinnustofa í garðinn

Alveg er þetta snilldarhugmynd - að kaupa sér gamalt hjólhýsi og koma því fyrir í garðinum.

15.4.09

Butterfly chair (BKF)

var hannaður í Argentínu árið 1938. Hönnuðir stólsins eru Antonio Bonet, Juan Kurchan og Jorge Ferrari Hardoy og framleiddi Knoll hann á sínum tíma.

14.4.09

Pez-kallar

Við mæðgurnar eigum pínulítið Pezkarlasafn sem sómir sér vel inni í herbergi dótturinnar. Á Flickr rakst ég hins vegar á alvöru safn og mjög skemmtilega uppsett. Góð hugmynd fyrir þá sem vantar eitthvað á veggina ...

13.4.09

Hans Olsen

Fínu tekkstólarnir með 3 fótunum hér fyrir neðan sýnast mér vera stólar eftir Hans Olsen sem voru hannaðir um 1960 og framleiddir af Frem Röjle. Þeir eru oft fáanlegir í verslunum í Skandinavíu sem selja húsgögn frá þessu tímabili.