30.4.10

Nýir kökudiskar

Skellti í nokkra kökudiska í morgun. Hér er afraksturinn - frábær tækifærisgjöf - verð 2500-3500 kr.

29.4.10

Standard Chair

Hinn franski Jean Prouvé hannaði Standard-stólinn árið 1934. Ég heyrði af tveimur slíkum sem væru til sölu á góðu verði (ásamt mörgu öðru góssi), en nánar um það hér.

28.4.10

Galerie Kreo

Nú stendur yfir sýning Bouroullec-bræðranna í Galerie Kreo í París, en sýningin stendur til 22. júlí. Fyrir okkur, sem erum því miður ekki á leið til Parísar, þá má kíkja á sýninguna hér.

Grænt gólf

... er eflaust gott þar sem að orkumikil börn búa. Ég er allavega alin upp á grænu gólfteppi og var einstaklega rólegt barn. En gula gólfið var líka fallegt. Myndir Vercruysse Frederik.

25.4.10

Bakarí drauma minna

Mikið vildi ég að Björnsbakarí, hér niðri á horni, tæki sér t.d. Sugar-bakeshop til fyrirmyndar.

24.4.10

In Good Company

Í framhaldi af síðast pósti þá langar mig að bæta þessum myndum við - fann þær á Domus-vefnum.

Marimekko

Sami Ruotsalainen hannaði í fyrra nýjan borðbúnað fyrir Marimekko - hér með mynstri Maiju Louekari (Rasymatto og Siirtolapuutarha).

Jensen-skálar

Uppáhaldsskálin mín núna er ljósblá skál hönnuð af Ole Jensen fyrir Normann Copenhagen. Liturinn er svo fallegur og svo er hún svo þægileg í alla staði að ég bara verð að mæla með henni (Epal selur vörur frá Normann Copenhagen).