Dömur mínar og herrar. Hér kemur það sem þið hafið beðið eftir: Fullkomið sett af hnífapörum fyrir 6 frá því í kringum 1960, enn í kassanum (24 stk.). Mér finnast þau óhemju falleg en aðrir á heimilinu eru ekki með sama smekk og því eru þau til sölu - hver býður best? olofjakobina@gmail.com
Á ferð okkar um Vestfirði um síðustu helgi duttum við inn á þetta dásamlega kaffihús, Simbahöllina á Þingeyri. Þar var allt eins og best verður á kosið - gott kaffi, góður matur, frábær þjónusta, yndislegt umhverfi og ágætis tónlist.
Í fyrra sagðist ég ætla að fara að safna fiðrildum, en ekki hefur orðið af því enn - sem betur fer kannski, því nógu dóti sanka ég nú að mér. En allavega, þá er netverslunin The Evolution Store frábær síða til að gleyma sér á ...