28.2.09

Markaður á morgun, sunnudag !

Á morgun, sunnudag, tek ég þátt í markaði sem haldinn verður í hvalaskoðunarskipinu (Whale Watching Centre) við gömlu höfnina í Reykjavík (Ægisgarði). Markaðurinn hefst kl.11 og stendur fram eftir degi. Ég ætla semsagt að selja þarna kökudiskana mína, Drottinn blessi heimilið og líka eitthvað úr geymslunni. Nánari upplýsingar á Facebook.

26.2.09

Klassik - moderne möbelkunst

Klassik er danskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í sölu á notuðum húsgögnum hönnuðum á tímabilinu 1920-1975. Þeir eiga t.d. alltaf gott úrval af Arne Jacobsen stólum og fann ég þessa tekkstóla á síðunni hjá þeim núna.

25.2.09

Og eitt enn

Þetta sá ég í blaði fyrir nokkrum árum og hélt þá að línurnar væru málaðar á vegginn. Mér finnst það ennþá ansi góð hugmynd - semsagt að mála nokkrar hæðarlínur í fallegum litum beint á vegg eða einhvern veggstubb og tölustafina á endann. Annars hét þessi hæðartafla Menace Height Chart og var framleidd af Childhood Interiors en mig grunar að fyrirtækið hafi lagt upp laupana.

Hæðarmælistikur

Þessir límmiðar hér fyrir neðan eru svakalega sætir t.d. inn í barnaherbergið og eru í leiðinni mælistika á hversu hratt börnin vaxa. Blái dýraturninn er framleiddur af Ferm-living - fæst hjá Sirku, Akureyri og kostar 11.900 kr. (meira um Ferm-living hér). Græna mælitréð og byggingarnar þrjár eru frá Domestic, bleiki gíraffinn frá Kalideco og stóra málbandið frá Graham and Green (veit ekki hver er framleiðandi). Ég held að það sé komið að því að búa til eina íslenska útfærslu. Læt ykkur vita hvernig það gengur ...

Svenskt Tenn

eru hönnuðir og framleiðendur fílaefnisins sem notað var á skerminn hér fyrir neðan. Efnið er til í nokkrum litum og fæst hér.

Elle Interiör

Þetta innlit fann ég á síðu sænska stílistans Sofie Andersson. Myndirnar tók Marcus Svensson en þær birtust í Elle Interiör.

23.2.09

E27

E27 eru ný ljós frá Muuto (meira um Muuto hér). Og þar sem ég hef alltaf verið svolítið hrifin af svona berum ljósaperum þá líst mér feikilega vel á þau. Hönnuðurinn heitir Mattias Ståhlbom og er sænskur.

22.2.09

Fjölnota kanínukrútt

Þetta er nú sú sætasta innkaupataska sem ég hef séð. Það er verst að ég man ekkert hvar ég fann þessar myndir, annars myndi ég hefja innflutning.

19.2.09

Come Home

er japanskt tímarit sem ég vildi svo gjarnan komast í tæri við. Myndirnar fann ég á Flickr-síðum Olharapo og The workroom.

16.2.09

1961

Þessi frábæra mynd birtist í júlíhefti Playboy árið 1961 en hér má sjá þá George Nelson, Edward Wormley, Eero Saarinen, Harry Bertoia, Charles Eames og Jens Risom.

15.2.09

CSH 21

Ég fann líka teikningar af Case Study sem gaman er að hafa með.

14.2.09

Case Study House 21

Case Study House 21 sem Pierre Koenig hannaði árið 1957 er eitt af mínum draumahúsum (ekki það að ég hef ekkert að gera með heilt hús, myndi t.d. aldrei nenna að slá lóðina ... og það er svo fínt að vera hér í blokkinni). En allavega, þetta er fallegt hús. Julius Shulman, tók þessar myndir af húsinu, eins og frægt er, rétt eins og myndina hér fyrir neðan sem sýnir Pierre Koenig sjálfan í stofunni ásamt módeli. - Hér má sjá viðtal við Julius Shulman, einn frægasta arkitektúrljósmyndara okkar tíma og hér er meira um Case Study húsin.