31.10.08

Drottinn blessi heimilið

Drottinn blessi heimilið er gömul og gild kveðja sem prýtt hefur íslensk heimili um áratugi. Ég tók mig til og útbjó nútíma útgáfu af setningunni með letri sem minnir á gömlu útsaumsmyndirnar. Stafirnir verða til sölu í Epal og fást í tveimur litum, dökkgráum og gulli. Þetta er tilvalin jólagjöf -íslensk hönnun og framleiðsla. Ekki veitir af blessuninni á vorum dögum.

Engin ummæli: