18.10.08

Nagel kertastjakar

Nagel kertastjakarnir voru mjög vinsælir hér á árum áður. Þeir voru framleiddir í Þýskalandi og komu á markað 1968-69. Mamma mín átti þrjá stjaka og eina skál en svo hef ég fundið svona einn og einn til að bæta við safnið - þess má geta að ég sit voða stillt og prúð við hlið stjakanna á fyrstu jólakortamyndinni frá 1969. Ég mun áfram hafa augun opin, því ég væri alveg til í nokkra í viðbót ... en ég stefni samt ekki á 218 stykki eins og neðri myndirnar sýna. Það væri græðgi!

Engin ummæli: