29.9.08

Austurlensk teppi á innleið

Austurlenskar mottur eru það sem koma skal ef marka má auglýsingaherferð Fritz Hansen. Svona smá tvist í skandinavísku klassíkina - mjög flott.

28.9.08

Prjónaður múffur og annað sætabrauð

Donna Wilson er breskur textílhönnuður sem býr til allskonar skemmtilegar dúkkur (sem fást í Saltfélaginu) og líka þetta fallega sætabrauð, múffur og kleinuhringi. Í versluninni Milly Molly Mandy rakst ég svo á íslensku gerðina: handprjónaðar múffur, kleinuhringi og rammíslenskar kleinur - voða sætt.

27.9.08

Snjóboltinn og Bumban

Snjóboltinn, Womb-stóllinn og fullt af bókum. Væri alveg til í að eiga heima þarna.

25.9.08

S-XL Cake

Þetta frábæra kökuform, sem er hannað af Konstantin Slawinski, hefur fengið mikla athygli. Mér finnst það ekkert skrýtið því með því að skella uppáhaldsuppskriftinni (eða Betty Crocker) í formið og inn í ofn þá ert þú kominn með svölustu kökuna í hverfinu á nokkrum mínútum. 15 mismunandi sneiðastærðir fyrir misgráðuga gesti. Fæst í Kokku.

Wildlife-veggfóður

Þessi dásamlegu veggfóðursdýr eru hönnun Inke Heiland. Upphaflega fékk hún hugmyndina fyrir herbergi sonar síns, en árangurinn var svo glæsilegur að dýrin enduðu í framleiðslu og fást nú út um allan heim (þó ekki á Íslandi).

Flake-pappírsskilrúm

Mia Cullin er sænskur hönnuður sem hannaði Flake-einingarnar fyrir Woodnotes. Þetta eru pappírsstjörnur sem má púsla saman á mismunandi vegu og nota þannig sem skilrúm, gluggatjöld eða borðskraut. Mér finnst þetta einstaklega fallegt en svolítið jólalegt - kannski bara jólagardínurnar í ár. Fáanlegt í Epal.

23.9.08

Fuglar á vegg

Moa Jantze, Hanna Brogård og Johanna Asshoff eru eigendur hönnunarstúdíósins Jantze Brogård Asshoff. Þær hönnuðu þessa krúttlegu keramiksnaga sem njóta sín best nokkrir saman í grúppu. LADP selur snagana en þeir eru fáanlegir svartir, hvítir og gulir.

22.9.08

Orla Kiely - húsgagnalína haustsins

Breska húsgagnaverslunin Heals kynnti nýverið nýja línu hannaða af írska fatahönnuðinum Orlu Kiely (líka hér). Þetta er í fyrsta sinn sem hún sendir frá sér húsgagnalínu en sjötti áratugur síðustu aldar á greinilega hug hennar allan.

17.9.08

Kaótískar bókahillur

Hollendingarnir Sloom & Slordig hönnuðu bókahillurnar Pile Cap. Þær eru ekki beint praktískar - meira svona eins og innsetning - en ansi smart.

16.9.08

Er þetta hægt?

Það eru ekki vandræði að ryksuga undir þessu rúmi - ótrúlega flott og steinveggurinn við höfðalagið gerir gæfumuninn. Veit samt ekki með þessa skrýtnu skápa. Hönnun: Sloom & Slordig.

Bókasafnarar athugið

Ef einhver er að vandræðast með bækurnar sínar (og býr á tveimur hæðum), þá er þetta t.d. ein lausn. Þessar mögnuðu bókahillur eru hönnun Levitate Architects í London.

15.9.08

Our Childrens Gorilla

Our Childrens Gorilla er sænskt fyrirtæki sem framleiðir m.a. þetta fína dúkkuhús, apaherðatré og þessi skemmtilegu plaköt. Litla kistan, Laugavegi 54 er söluaðili hér á landi, svo endilega kíkið til þeirra, annað hvort á Laugaveginn eða í vefverslunina.

Afar hressileg litasamsetning

Þetta eru þau flottustu fyrirlestrarsæti sem ég hef séð. Látið mig endilega vita ef þið kannist við þetta, því ég get ekki munað hvar ég fann þessa mynd.

14.9.08

Rammar á vegg

Þegar ég fletti nýja IKEA-bæklingnum um daginn stoppaði ég við Slätthult-límmiðana. Mér fannst svolítið skrýtið að vera að setja í framleiðslu límmiða sem eru nánast alveg eins og partur úr veggfóðrinu Familjen sem er hannað af Lisu Bengtsson. Og ekki nóg með það, þá er annað veggfóður: Frames, hannað af Taylor & Wood einnig í gangi. Það ætla greinilega margir að græða á þessari annars ágætu hugmynd.

13.9.08

Sænsk hönnun

Mig langar til að vekja athygli á þessum dásamlegu farartækjum sem eru framleidd af fyrirtækinu Playsam. Þau eru ekki fáanleg hér á landi en fást í helstu hönnunarverslunum Skandinavíu. Þetta eru svona gæða tréleikföng (ekki ódýr) sem foreldrar elska.

12.9.08

Dishbunny

Designtorget í Stokkhólmi selur allskonar skemmtilega hluti, m.a. þessa fínu kanínuuppþvottagrind (hönnun Chris Koens) sem mig dauðlangar í. Ég er nefnilega viss um að hún myndi svínvirka hér á heimilinu og veita mér ómælda ánægju við eldhússtörfin.

Frístandandi speglar

Ég var að leita að frístandandi spegli um daginn og rakst þá á þessa tvo sem mér finnast ansi fínir. Sá á efri myndinni er frá Desalto en hinn frá Swedese (fæst í Epal).

40-50 ára Eames-stólar

Ég rakst á smáauglýsingu á Mbl.is þar sem að upprunalegir Eames-stólar (40-50 ára gamlir) úr trefjagleri, eru auglýstir til sölu. Þarna eru á ferðinni Dúsa og Arnar í Skaparanum og ég verð að hrósa þeim fyrir framtakið. Það er frábært að einhver sjái sér hag í því að flytja inn svona fallega notaða hluti. Og ég vona að fólk kunni að meta það, því þessir Eames-stólar sem eru á myndinni, DSW, DSX og RAR-ruggustóllinn eru miklu fallegri í sínu upprunalega trefjagleri heldur en í því plasti sem þeir eru framleiddir úr í dag.

10.9.08

Noma í Kaupmannahöfn

Veitingastaðurinn Noma er tveggja stjörnu Michelin-staður staðsettur í gömlu pakkhúsi í Christianshavn (eini tveggja stjörnu staður Danmerkur). Það hlýtur að vera draumur einn að eiga þarna kvöldstund því maturinn er án efa frábær og dekorinn ekki síðri. Hönnun staðarins var í höndum Signe Bindslev Henriksen sem er einn af eigendum Space-arkitektastofunnar í Kaupmannahöfn. Ótrúlega sjarmerandi staður.