12.9.08

40-50 ára Eames-stólar

Ég rakst á smáauglýsingu á Mbl.is þar sem að upprunalegir Eames-stólar (40-50 ára gamlir) úr trefjagleri, eru auglýstir til sölu. Þarna eru á ferðinni Dúsa og Arnar í Skaparanum og ég verð að hrósa þeim fyrir framtakið. Það er frábært að einhver sjái sér hag í því að flytja inn svona fallega notaða hluti. Og ég vona að fólk kunni að meta það, því þessir Eames-stólar sem eru á myndinni, DSW, DSX og RAR-ruggustóllinn eru miklu fallegri í sínu upprunalega trefjagleri heldur en í því plasti sem þeir eru framleiddir úr í dag.

2 ummæli:

arnar sagði...

Karakter ! æ takk ólöf mín fyrir að skella þessu inn hjá þér. það er búið að vera svo gaman að sjá fólk vakna, og skynja að það er til eitthvað sem heitir upprunalegt eða original. reyndar þurfti ég að rökræða það með þessa stóla versus nýja hönnun vitra á þeim. þetta er bara ekki sami hluturinn !
en víkjum að hönnun ! upprunalegt versus upprunalíkingarlegt... nú á dögum flæðir yfir okkur eitthvað sem lítur út einsog fyrirmyndin en fyrir brot af því verði sem hinn ekta hlutur kostar.kannski annað efni, stærðarformin breytt. svipaður en ekki upprunalegur. fólk fegrar heima hjá sér og er ánægt. keypti kannski svan(jacobsen) frá kína eða mitt uppáhald, Barcelóna stóllinn (mies van der rohe) sennilega það húsgagn sem mest hefur verið stælt og stolið. ánægja ? ekki mín allavega. eða einsog john vinur minn segir : beauty lies in the eye of the beholder. takk ólöf fyrir upprunaánægju ..arnar

Nafnlaus sagði...

Hæ, hvar getur maður fengið að skoða/kaupa? kv.irisrikhards@hotmail.com