4.9.08

Svanurinn 50 ára

Það eru komin 50 ár síðan að Arne Jacobsen hannaði Eggið og Svaninn fyrir SAS Royal-hótelið í Kaupmannahöfn. Frá því í vor hefur áherslan verið á afmæli Eggsins og sérstök Afmælisegg voru í sölu af því tilefni. Í haust verður svo tími Svansins, sem er ekki síður fallegur stóll. Fritz Hansen-menn og konur ákváðu að framleiða 1958 stk. af hvítum leðursvönum (sem eiga að minna á alvöru svani) og ég efast ekki um að Epal hafi tryggt sér nokkur stykki. Hafið því augun opin. En þeir hjá Fritz Hansen fengu aðra hugmynd (töluvert síðri að mínu áliti) og það er að bjóða upp á hærri útgáfu af Svaninum, hækka hann um 8 cm og koma honum þannig í flokk fundar- og borðstofustóla. Hljómar mjög furðulega.

Engin ummæli: