25.9.08

S-XL Cake

Þetta frábæra kökuform, sem er hannað af Konstantin Slawinski, hefur fengið mikla athygli. Mér finnst það ekkert skrýtið því með því að skella uppáhaldsuppskriftinni (eða Betty Crocker) í formið og inn í ofn þá ert þú kominn með svölustu kökuna í hverfinu á nokkrum mínútum. 15 mismunandi sneiðastærðir fyrir misgráðuga gesti. Fæst í Kokku.

Engin ummæli: