8.9.08

Acapulco-stóllinn

Acapulco-stóllinn, sem framleiddur er af Oficina Kreativa, er endurgerð af mexíkönskum stól sem kom á markað á sjötta áratug síðustu aldar. Oficina Kreativa er danskt fyrirtæki með aðsetur bæði í Kaupmannahöfn og Mexíkó. Stóllinn kom á markað í vor og hefur verið í sölu í sumar í helstu hönnunarverslunum Kaupmannahafnar s.s. Illums Bolighus, Normann Copenhagen og Casa Shop. Þetta virkar afar skemmtilegur stóll og ekki svo dýr, 1880 dkk.

Engin ummæli: