3.11.08
Jólasveppir
Svona gamaldags rauðir sveppir með hvítum doppum voru til heima hjá mér þegar ég var lítil. Í fyrra fór ég búð úr búð í leit að slíkum sveppum en þeir virtust ekki fáanlegir á landinu. Þannig að ... ef þið rekist á svona sveppi (og ég tala nú ekki um svona sveppakertastjaka) endilega látið mig vita.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Hæ Ólöf.
Mér finnst ótrúlega gaman að skoða bloggið þitt sem ég uppgötvaði fyrir allt of stuttu síðan.
Svona sveppir leyndust einmitt á mínu heimili líka..spurning hvort hægt sé að grafa þá upp ;)
Hef alltaf heillast af gömlu útsaumsmyndunum og gæti vel hugsað mér að skella mér á eins og einn lit af þinni útfærslu..svona til að byrja með.
Gangi þér vel
xxx Kolla..þú veist hans Bjarka ;)
yndislegir þessir sveppir ... ég er einmitt alltaf með slíka uppi við í skreytingum um jól.
og veggfóðrið þitt er frábært!
hugrún
Sæl nafna, er ekki bara spurning um að taka fram trölladeigið og föndra smá sveppastjaka fyrir jólin?
Jólasveppakveðjur,
Ólöf Garðars
Skrifa ummæli