25.11.08

Styttist í jólabasarinn ...

Við vinkonurnar stöndum fyrir jólabasar í Safnaðarheimili Neskirkju n.k. sunnudag frá kl.12-17. Þar verður allskonar dýrindis varningur til sölu s.s. heklaðir smekkir og húfur, sultur og svuntur, kerti og ilmolíur, prjónasjöl og pikklissar, kökur og kökuföt og meira að segja mokkaflíkur. Allt gert af miklum hagleikskonum. Ég verð m.a. með svona kökudiska sem ég er búin að vera að föndra úr gömlum diskum og kertastjökum og þessi tréjólatré sem eru voða sæt fyrir allskonar skraut. Meira síðar ...

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vei en skemmtilegt! Ég á einmitt leið í kaffiboð á Nesinu á sunnudaginn og renni við á bazar á eftir..tilviljun? Held ekki;)
Þessir kökudiskar eru annars dásamlegir.
Kolla

Ólöf Jakobína sagði...

Takk fyrir! Hlakka til að sjá þig (er loksins búin að fatta að ég geti svarað kommenti ;))

Nafnlaus sagði...

ég komst því miður alls ekki á sunndudaginn! hefði svo gjarnan viljað líta á alla fegurðina.
hugrún