12.2.09

Ódýr lausn undir græjurnar

Á markaðnum hjá Samhjálp í síðustu viku keypti ég ekki bara mottur heldur líka þennan fína skenk - sem ég svo skrúfaði lappirnar undan og skellti undir sjónvarpið. Hann vekur mikla lukku á heimilinu því að allar græjurnar rúmast inni í skápnum og ekki nóg með það heldur myndaðist þarna pláss fyrir fína B&O plötuspilarann úr Garðabænum. Og svo kostaði gripurinn aðeins 13.000 krónur.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

vá, hvað hann er flottur! einmitt eins og okkur vantaði, en keyptum í staðinn útsölugrip í ikea ... ekki eins smartur, því miður, en verður bara að duga.
hugrún

Ólöf Jakobína sagði...

IKEA stendur nú alltaf fyrir sínu!

Nafnlaus sagði...

Algjör snilld! Mig langar einmitt í svona nákvæmlega eins.

Guðný