Case Study House 21 sem
Pierre Koenig hannaði árið 1957 er eitt af mínum draumahúsum (ekki það að ég hef ekkert að gera með heilt hús, myndi t.d. aldrei nenna að slá lóðina ... og það er svo fínt að vera hér í blokkinni). En allavega, þetta er fallegt hús.
Julius Shulman, tók þessar myndir af húsinu, eins og frægt er, rétt eins og
myndina hér fyrir neðan sem sýnir Pierre Koenig sjálfan í stofunni ásamt módeli. -
Hér má sjá viðtal við Julius Shulman, einn frægasta arkitektúrljósmyndara okkar tíma og
hér er meira um Case Study húsin.






1 ummæli:
Fullkomið hús að mínu mati. Ég sé ekkert gras í garðinum bara skóg sem þarf enga umhirðu.
Guðný
Skrifa ummæli