Hinn franski Jean Prouvé hannaði Standard-stólinn árið 1934. Ég heyrði af tveimur slíkum sem væru til sölu á góðu verði (ásamt mörgu öðru góssi), en nánar um það hér.
Nú stendur yfir sýning Bouroullec-bræðranna í Galerie Kreo í París, en sýningin stendur til 22. júlí. Fyrir okkur, sem erum því miður ekki á leið til Parísar, þá má kíkja á sýninguna hér.
... er eflaust gott þar sem að orkumikil börn búa. Ég er allavega alin upp á grænu gólfteppi og var einstaklega rólegt barn. En gula gólfið var líka fallegt. Myndir Vercruysse Frederik.
Uppáhaldsskálin mín núna er ljósblá skál hönnuð af Ole Jensen fyrir Normann Copenhagen. Liturinn er svo fallegur og svo er hún svo þægileg í alla staði að ég bara verð að mæla með henni (Epal selur vörur frá Normann Copenhagen).