Guðbjörg Káradóttir leirkerasmiður og ég höfum hafið samstarf undir heitinu Postulína. Lísa er fyrsta afurð Postulínu, staflanlegir kertastjakar handrenndir úr postulíni. Kertastjakarnir verða kynntir í Epal á HönnunarMars sem hefst núna á fimmtudaginn.
Petra Bindel tók þessar myndir af heimili hönnuðarins Susönnu Vento í Helsinki, en þær má sjá í nýjasta tölublaði Dwell. Hef áður fjallað um þetta heimili hér.
HönnunarMars nálgast og hér eru nýjar hillur komnar í hús.
Þær heita ATH en hugmyndin kemur frá því þegar við notum yfirstrikunarpenna á texta og merkjum við aðalatriðin. Hillurnar virka því eins og gul strik á bók - vekja athygli á því sem á þeim er. ATH-hillurnar eru gerðar úr afgangstimbri og eru því umhverfisvænar og (neon)grænar.
Enn eru nokkur dagatöl eftir og ekki of seint að skipuleggja árið.
Hönnun: Ólöf Jakobína Ernudóttir og Linda Guðlaugsdóttir.
Prentun: Reykjavík Letterpress.
Tímamót fást í Epal, Hrím Akureyri, Iðu, Kokku, Mýrinni Kringlunni, Norrænahúsinu, Safnabúð Þjóðminjasafnsins og í vefversluninni uma.is