31.12.08
27.12.08
Eldhúsborð (2004)
Ég var að taka til í gömlum myndum og rakst þá á þessar af eldhúsborði sem ég gerði árið 2004. Framleiðandi var og er Sólóhúsgögn.

24.12.08
19.12.08
17.12.08
Jólatré til sölu
Jólatréð á vegg
Hér er eitt ótrúlega krúttlegt jólatré gert af Jane Shouten í All the Luck in the World. Ég vildi óska mér að ég hefði lausan vegg ... og nægan tíma til að dunda mér.


13.12.08
It really ties the room together
Ég keypti þessa voða sætu mottu í gær í Saltfélaginu á svakalegum afslætti. Hún átti held ég að kosta 35.000 eða meira en var komin niður í 5900 kr. Mottan heitir Birdie, er frá Donnu Wilson og fæst í tveimur grænum litum og líka brún. Ég er ægilega ánægð með kaupin og hún fullkomnar herbergi sonarins ;)

RE-found Objects
Í netversluninni RE fæst allskonar fallegt pappírsskraut. Mér finnast t.d. þessar stóru jólakúlur algjört æði.






11.12.08
Jólatré í safnið
Þessi kókostrefjajólatré fást í Kokku á Laugaveginum og ég er að hugsa um að splæsa á mig einu stykki eða svo. Ætlaði alltaf að gera það í fyrra en lét ekki verða að því, þannig að nú er tækifærið - skelli mér á eitt stórt ljósgrænt. Ég er viss um að það mun fara vel um það í eldhúsglugganum ásamt nokkrum kertum.

10.12.08
Innirólur fyrir alla fjölskylduna
Á óskalistanum
Þetta eru þær sætustu tréstyttur sem ég hef séð. Algjörlega ómótstæðilegar! Þær eru hönnun Hans Bølling frá 1959 og eru framleiddar af Architectmade. Fást í Epal. 


8.12.08
Seríutré
Þetta er voða sniðugt ef þú átt tóman vegg en lítið pláss fyrir tré. Myndina fann ég á www.dominomag.com.

3.12.08
Loft í Chicago
Þessar myndir eru teknar á heimili sænska ljósmyndarans Andreas Larsson. Ægilega huggulegt hjá honum ...





2.12.08
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)