frá Iittala eru alltaf jafn fallegir. Í dag fékk ég einn í sumargjöf, blueberry blue, sem bætist við safnið. Ég væri svo til í að eiga alla litina ... en það er eintóm græðgi!
Þessa hressilegu mottu (sem er 170x240 cm) hannaði Margo Selby fyrir Habitat. Ég væri þakklát þeim sem opnuðu verslunina aftur ... þó ekki í Holtagarðahryllingnum.
Við mæðgurnar eigum pínulítið Pezkarlasafn sem sómir sér vel inni í herbergi dótturinnar. Á Flickr rakst ég hins vegar á alvöru safn og mjög skemmtilega uppsett. Góð hugmynd fyrir þá sem vantar eitthvað á veggina ...
Fínu tekkstólarnir með 3 fótunum hér fyrir neðan sýnast mér vera stólar eftir Hans Olsen sem voru hannaðir um 1960 og framleiddir af Frem Röjle. Þeir eru oft fáanlegir í verslunum í Skandinavíu sem selja húsgögn frá þessu tímabili.