24.5.09

Skjalaskápar til sölu - því miður ekki lengur ...

María Kristín (mariakristin@gmail.com) benti mér á að hún ætti tvo skjalaskápa, svipaða þessum á myndinni, sem hún væri til í að selja. Ég get svo sannarlega mælt með slíkum hirslum því ég á einn gamlan og góðan sem tekur endalaust við ... Þeir eru frábærir fyrir barnateikningarnar, gömlu jólakortin, einkunnir úr Menntaskóla, fermingarskeytin, leiðbeiningarnar sem fylgja rafmagnstækjunum, úrklippur, nótur, gamlar svart-hvítar ljósmyndir sem þú stækkaðir á myrkraherbergistímabilinu, gömlu skattskýrslurnar og svo auðvitað bókhaldið eins og það leggur sig.

Engin ummæli: