Í kvöld hengdi ég upp svona Asker ílát inni á baði til að nota fyrir tannburstana og skil ekkert í því af hverju ég var ekki búin að fatta þetta fyrir lifandi löngu. Þessi ágæta krús, sem er akkúrat það sem mig vantaði, er seld í eldhúsdeildinni en svínvirkar sem sagt undir burstana. Hönnun Sigga Heimis fyrir IKEA.
Teketillinn, sem mig hefur lengi langað í, beið mín í Góða hirðinum í dag. Ketillinn, GA3 (eins og sá svarti á myndinni) var hannaður árið 1953 af Ullu Procopé fyrir Arabia og eintakið sem ég fann framleitt árið 1969 - er því alsæl með kaupin :)