31.12.08
27.12.08
Eldhúsborð (2004)
Ég var að taka til í gömlum myndum og rakst þá á þessar af eldhúsborði sem ég gerði árið 2004. Framleiðandi var og er Sólóhúsgögn.

24.12.08
19.12.08
17.12.08
Jólatré til sölu
Jólatréð á vegg
Hér er eitt ótrúlega krúttlegt jólatré gert af Jane Shouten í All the Luck in the World. Ég vildi óska mér að ég hefði lausan vegg ... og nægan tíma til að dunda mér.


13.12.08
It really ties the room together
Ég keypti þessa voða sætu mottu í gær í Saltfélaginu á svakalegum afslætti. Hún átti held ég að kosta 35.000 eða meira en var komin niður í 5900 kr. Mottan heitir Birdie, er frá Donnu Wilson og fæst í tveimur grænum litum og líka brún. Ég er ægilega ánægð með kaupin og hún fullkomnar herbergi sonarins ;)

RE-found Objects
Í netversluninni RE fæst allskonar fallegt pappírsskraut. Mér finnast t.d. þessar stóru jólakúlur algjört æði.






11.12.08
Jólatré í safnið
Þessi kókostrefjajólatré fást í Kokku á Laugaveginum og ég er að hugsa um að splæsa á mig einu stykki eða svo. Ætlaði alltaf að gera það í fyrra en lét ekki verða að því, þannig að nú er tækifærið - skelli mér á eitt stórt ljósgrænt. Ég er viss um að það mun fara vel um það í eldhúsglugganum ásamt nokkrum kertum.

10.12.08
Innirólur fyrir alla fjölskylduna
Á óskalistanum
Þetta eru þær sætustu tréstyttur sem ég hef séð. Algjörlega ómótstæðilegar! Þær eru hönnun Hans Bølling frá 1959 og eru framleiddar af Architectmade. Fást í Epal. 


8.12.08
Seríutré
Þetta er voða sniðugt ef þú átt tóman vegg en lítið pláss fyrir tré. Myndina fann ég á www.dominomag.com.

3.12.08
Loft í Chicago
Þessar myndir eru teknar á heimili sænska ljósmyndarans Andreas Larsson. Ægilega huggulegt hjá honum ...





2.12.08
27.11.08
Flott jóladagatal
úr Elle Decoration desember 2008 -ljósmynd Paolo Riolzi, stílisering Stefania Vasques.
25.11.08
Styttist í jólabasarinn ...
Við vinkonurnar stöndum fyrir jólabasar í Safnaðarheimili Neskirkju n.k. sunnudag frá kl.12-17. Þar verður allskonar dýrindis varningur til sölu s.s. heklaðir smekkir og húfur, sultur og svuntur, kerti og ilmolíur, prjónasjöl og pikklissar, kökur og kökuföt og meira að segja mokkaflíkur. Allt gert af miklum hagleikskonum.
Ég verð m.a. með svona kökudiska sem ég er búin að vera að föndra úr gömlum diskum og kertastjökum og þessi tréjólatré sem eru voða sæt fyrir allskonar skraut. Meira síðar ...
24.11.08
23.11.08
Kanadafjöll í miðri stofu
Þetta innlit er svo líflegt að ég varð að koma því að núna í drunganum. Svona veggfóður fæst t.d. hjá Washington Wall.




Jólakúlur
22.11.08
Luminator
Luminator heitir þessi gólflampi sem Achille Castiglioni og bróðir hans Pier Giacomo Castiglioni hönnuðu árið 1954. Ég hef verið hrifin af honum alveg frá því að ég var á Ítalíu en lét loks verða af því að fá hann lánaðan heim nú um helgina. Og ... hann virkar ekki hér inni. Ég er ótrúlega svekkt (hélt að þarna væri jólagjöfin komin), en um leið dauðfegin því þá spara ég mér þau útgjöld.
En fyrir þá sem hafa aðeins meiri lofthæð en 2,50 er þetta alveg frábær lampi! Langaði semsagt bara að láta ykkur vita að það eru til 2 stk. í Epal sem eru á mjög góðum afslætti núna (kosta í kringum 35.000 kr.), þar sem Epal er hætt að selja lampa frá Flos. Einnig eru nokkrir aðrir Flos-lampar á afslætti.
- En ég kaupi mér hann kannski seinna, þegar ég er flutt í loftið mitt - ætli það verði ekki um sextugt!






Efnisorð:
í,
klassísk hönnun,
ljós og lampar
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)