Ég hef nokkrum sinnum séð myndir frá þessu kaffihúsi en ekki náð að heimsækja það - virkar svolítið spennandi. Er sérstaklega hrifin af þessum ljósbláa lit á borðfótunum.
Þessa appelsínugulu Lotus-kaffikönnu fann ég í Góða hirðinum um daginn. Hún var ansi óhrein en eftir gott bað varð hún svona líka fín. Þessar könnur eru norskar, framleiddar af Cathrineholm og hönnuður er Grete Prytz Kittelsen.
Fálki eftir Guðmund Einarsson frá Miðdal hefur verið á óskalistanum í nokkur ár. Verð á slíkum grip hefur nú lækkað svo um munar og ef heldur áfram sem horfir gæti óskin hugsanlega orðið að veruleika. Í desember 2006 seldist hann á 410.000 kr. á uppboði hjá Gallerí Fold (sem var víst Íslandsmet) en aftur á móti í desember s.l. fór hann á 90.000 kr. Kannski þetta verði bara jólagjöfin í ár ... ég býð 25.000 ! (Myndirnar eru af Fálkum sem boðnir hafa verið upp hjá Gallerí Fold á undanförnum árum.)