18.3.09

Fálki

Fálki eftir Guðmund Einarsson frá Miðdal hefur verið á óskalistanum í nokkur ár. Verð á slíkum grip hefur nú lækkað svo um munar og ef heldur áfram sem horfir gæti óskin hugsanlega orðið að veruleika. Í desember 2006 seldist hann á 410.000 kr. á uppboði hjá Gallerí Fold (sem var víst Íslandsmet) en aftur á móti í desember s.l. fór hann á 90.000 kr. Kannski þetta verði bara jólagjöfin í ár ... ég býð 25.000 ! (Myndirnar eru af Fálkum sem boðnir hafa verið upp hjá Gallerí Fold á undanförnum árum.)

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sá alveg rosalega sætar 2 rjúpur saman í Kolaportinu á 40.000. Mér fannst það mjög dýrt en það er kannski vitleysa.

Ólöf Jakobína Ernudóttir sagði...

Það var allt of dýrt! - ég sá þær líka. Það var líka brotið út úr gogginum á annarri þeirra þannig að styttan var ekki einu sinni heil. En Rjúpurnar fara held ég núna á svona 25.000-30.000.