26.9.09

Fiskar á þurru landi :)

Gulu Montana-hillurnar á myndinni hér fyrir neðan eru einstaklega fallegar á litinn (eins og ég hef áður minnst á) en þessi bústni og einmana fiskur heillaði mig strax alveg uppúr skónum. Þannig að þegar ég rakst á syngjandi og dansandi fisk sem sat fastur á einhverri rosagræju, eigði ég von um að geta eignast fisk (á vegg). Og viti menn, þegar ég var búin að losa úr honum alla vírana og þrífa hátt og lágt þá brosti hann til mín og sagði: "Þakka þér, frú mín góð, fyrir að losa mig úr þessum álögum. Örlög mín voru ekki að láta eins og fífl, dansandi og syngjandi eftir pöntun". Þannig að nú eru allir sáttir, ég, fiskurinn og sonurinn sem hefur hann uppi á vegg í herberginu sínu.

1 ummæli:

Augnablik sagði...

Sniðug varstu!
Söngur og dans átti augljóslega ekki við að þessu sinni...eins og það er nú annars sniðug tvenna;)
***
Kolla