
29.1.10
28.1.10
26.1.10
Grand Prix
Þessa borðstofu gæti ég alveg hugsað mér að eiga. Gömlu Grand Prix-stólarnir sem Arne Jacobsen hannaði árið 1957 fara einstaklega vel við þetta nútímalega borð. Stólarnir eru í framleiðslu nú einungis með stálfótum en þessir gömlu með viðarfótunum eru nú mikið fallegri.

21.1.10
Ball Chair
Sjáiði nú hvað ég fann á Barnalandinu, Ball Chair! -ekki eru nú margir slíkir til hér á landi. Vonandi er hér um ósvikinn stól að ræða, en óskað er eftir tilboðum í gripinn. Eero Aarnio hannaði stólinn árið 1966 og framleiðandi er Adelta. Epal selur þessa stóla og mér skilst að í dag myndi slíkur stóll kosta um eina milljón króna ... en meira um hann hér.

Efnisorð:
húsgögn,
kaup og sala,
klassísk hönnun
20.1.10
19.1.10
Svanur til sölu
Það er ekki oft sem maður sér Svani til sölu í smáauglýsingum en ég rakst á einn í morgun: til sölu, arne jacobsen svanur stimplaður júni 1972. fjólublár að lit. þeir gerast ekki fallegri. upplýs. í síma 844-6868. * Einstakt tækifæri :)

Efnisorð:
húsgögn,
kaup og sala,
klassísk hönnun
18.1.10
17.1.10
AJ
AJ-lamparnir sem Arne Jacobsen hannaði árið 1960 hafa hingað til verið fáanlegir í þremur litum, hvítum, gráum og svörtum. En nú eru að bætast við 5 nýjir litir, rauður, blár, blágrænn, gulgrænn og sandlitur og verða þeir til afgreiðslu í mars. Ég hef lengi hrifist af þessum lömpum en þeir kosta líka sitt - ekki fyrir venjulegar húsmæður.








Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)