26.1.10

Grand Prix

Þessa borðstofu gæti ég alveg hugsað mér að eiga. Gömlu Grand Prix-stólarnir sem Arne Jacobsen hannaði árið 1957 fara einstaklega vel við þetta nútímalega borð. Stólarnir eru í framleiðslu nú einungis með stálfótum en þessir gömlu með viðarfótunum eru nú mikið fallegri.

1 ummæli:

Not your goddess sagði...

Oooh svo sammála þér með þessa stóla, og borðstofuna yfirleitt... algjör draumur!