Vaknaði upp með þá dillu í höfðinu að ég yrði að kaupa mér svarta Asterisk-klukkuGeorge Nelson. Svona getur þetta verið, það er enn svolítill 2007-hugsunarháttur eftir í manni - og þökkum fyrir það, annars færi illa fyrir hagkerfinu?
Nýlega var gerð heimildarmynd um ljósmyndarann Julius Shulman sem gaman væri að sjá. Shulman sem lést í fyrra er af mörgum talinn merkasti ljósmyndari módernismans þegar kemur að byggingarlist. Inni á heimasíðu myndarinnar má sjá bæði myndir Shulmans og stiklu (áður um Shulman hér).
Mig langar að mæla með sýningu Kristínar Gunnlaugs í sal Íslenskrar grafíkur í Hafnarhúsinu. Ákaflega hressandi! Gott viðtal við listakonuna í Víðsjá hér.
Ath. sýningunni lýkur um næstu helgi.
Í tilefni af 75 ára afmæli Artek voru nokkrir frægir hönnuðir fengnir til að gera sína eigin útgáfu af þekktum stólum fyrirtækisins. Ilse Crawford ríður á vaðið með þessa útgáfu af hægindastólnum-400.
Nú hefur vefverslunin Uma hafið sölu á færeysku kveðjunni "Guð signi heimið" (drottinn blessi heimilið). Endilega látið það berast til þeirra Færeyinga sem þið þekkið :)
... en ég get nú ekki orða bundist, því þetta er með því grófara sem ég hef séð. Fyrir tilviljun datt ég inn á síðu sem heitir Skapi Íslensk Hönnun og þar má sjá þetta tré sem er semsagt fatastandur. Það þarf varla að taka fram að árið 2003 hönnuðu Katrin Ólína Pétursdóttir og Michael Young fatastandinn Tree sem vakti mikla athygli og gerir enn. Varist eftirlíkingar !