
31.1.11
1. hæð
Mikið svakalega yrði þetta nú smart hér fram á gangi. Geri þetta að tillögu minni þegar stigagangurinn verður tekinn í gegn. Mynd af síðu Lottu Agaton.

30.1.11
Borðspegill
Það allra nýjasta á óskalista frúarinnar er borðspegill eftir sænsku bræðurna Uno og Östen Kristiansson sem framleiddur var af Luxus í Svíþjóð hér á árum áður. Ég á nú ekki afmæli fyrr en í maí þannig að það er nógur tími til stefnu ;)



Sófaborðið mitt góða
Decopedia er frábær síða sem gaman er að skoða. Ég komst t.d. að því að Sven Ellekær hannaði fína sófaborðið mitt árið 1961 en framleiðandi var Christian Linnebergs Möbelfabrik. Borðið fann ég fyrir mörgum árum í Góða hirðinum.









28.1.11
24.1.11
Staflanlegir kertastjakar
Krítartöfluborð
23.1.11
20.1.11
Gamaldags snagar
Ég rakst á svona snaga í dag í Heimahúsinu í Síðumúla. Þeir eru frá Bloomingville og fást í nokkrum lengdum og á ágætisverði. Og svo fást Fjällräven-bakpokarnir í hinni frábæru verslun Geysi á Skólavörðustíg á aðeins hærra verði ;)

19.1.11
Meiri Stokkhólmur
Desire to inspire er oft ansi inspírerandi vefur, ef svo má að orði komast. Hér er fallegt hús rétt fyrir utan Stokkhólm - meira hér.








13.1.11
Óska eftir skermi á Panthella-gólflampa
Lumar einhver á gömlum Panthella-skermi niðri í geymslu? Mig vantar einn slíkan - má alveg vera smá sjúskaður.

Efnisorð:
kaup og sala,
klassísk hönnun,
ljós og lampar,
ó
12.1.11
Gunila Axén
Mynstrið Moln (ský) hannaði sænski textílhönnuðurinn Gunila Axén árið 1966.
Ég er sérstaklega hrifin af því með bláum grunni og gæti vel hugsað mér slík rúmföt. Färg & Form er framleiðandi.

9.1.11
Rosie Brown
er skoskur stílisti og eigandi netverslunarinnar Papa Stour. Hér eru nokkrar myndir úr hennar safni og svo meira hér og hér.








Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)