2.2.11

Focus-hnífapörin

Í síðustu viku datt ég í lukkupottinn þegar ég fann í Góða hirðinum Focus-hnífapör frá Gense (hönnuð af Folke Arström árið 1955), hníf, gaffal og skeið fyrir sex og það alltsaman enn í kössunum. Þetta hafa eflaust verið sparihnífapörin á einhverjum bænum, ansi gömul en mjög lítið notuð. Nú er ég því loksins búin að eignast sparihnífapör og get haldið áfram að safna, því Gense hóf á ný framleiðslu á þeim árið 2007 og fást þau í dag hjá Aurum.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

heppnisgrís!! mig langar svooo mikið í deluxe-týpuna. kemur að því.
hugrún

Ólöf Jakobína sagði...

Já, hugsaðu bara nógu sterkt um það, þá koma þau hlaupandi :)

Svana sagði...

VÁ núna er ég smá öfundsjúk:)
Þú virðist hafa heppnina með þér nokkuð oft í Góða Hirðinum, ég hef aldrei gert svona góð kaup á markaði á Íslandi því miður.