Ég fann um daginn í Góða hirðinum tvo gula "Luxolampa" (sem eru þó ekki frá Luxo) og ég er svo yfir mig ánægð með þá að mig langar að þakka þeim sem létu þá af hendi. Mér finnst ég vera komin með tvo gamla æskuvini inn á heimilið.
þegar ég er að leita að skemmtilegu barnadóti (búðarinnar sem var á Laugaveginum á bak við Rokk og rósir). Fást vörurnar frá Kitsch Kitchen kannski einhvers staðar í dag?
Ég rakst á þessa blómanagla í Kokku (hönnun Masaharu Ono) en þeir eru frábærir sem litlir snagar í eldhúsið eða hvar sem er. Tilvaldir fyrir dagatalið :)
Gömul tekksófaborð með hillu undir eru ákaflega vinsæl og eftirspurn meiri en framboð. Hér höfum við útfærslu sem er ekki svo vitlaus ... svona á meðan þú bíður eftir að rétta borðið rati til þín.
Mynd Bolig-magasinet.