Ég var að fletta bókinni Myndir ársins 2010 og rakst þá á þessa skemmtilegu mynd sem ég stíliseraði en Sigtryggur Ari Jóhannsson tók fyrir Gestgjafann í fyrra.
Verslunin Pipar og salt er komin með sænku Picknick-línuna sem ég minntist á hér. Og ekki nóg með það heldur eru vörurnar ódýrari hér en í Svíþjóð ... allavega viskustykkið sem ég keypti.
Á HönnunarMarsinum fjárfesti ég í þessum dýrindis ullartrefli (sem er nánast eins og teppi), nýjustu afurð Víkur Prjónsdóttur sem ber nafnið Vængurinn. Hann koma sér vel í snjónum um helgina og gef ég honum mín bestu meðmæli!