Á Emmas designblogg fann ég myndir af heimili hollenska stílistans Carline van Oel.
31.5.11
30.5.11
28.5.11
Urban Deli Nytorget
Urban Deli í Stokkhólmi er frábær staður sem vert er að skoða, alveg einstök matvöruverslun + veitingastaður í sama húsi.














Barnaherbergi fyrir 2
Sniðug lausn á barnaherbergi (ef hátt er til lofts) - meira um heimilið hér.
Ljósmynd William Abranowicz fyrir Elle Decor.

26.5.11
Semi-loftljós - S E L T
Til sölu gamalt svart Semi-loftljós (60 cm, stærsta tegundin) sem ég hef áður fjallað um hér. Hönnun Claus Bonderup og Torsten Thorup frá árinu 1967, framleiðandi Fog & Mörup. Nokkrar síður með myndum og upplýsingum hér, hér, hér og hér.
Tilboð óskast, olofjakobina@gmail.com


Efnisorð:
klassísk hönnun,
ljós og lampar,
selt
25.5.11
Ballograf
Við hjónaleysin fórum til Stokkhólms í síðustu viku og þar í safnabúð Moderna Museet (sem er alveg frábær) fjárfesti ég í þessum fína sænska Ballograf-penna. Og þvílík nostalgía - mér finnst ég vera komin í gamlan og góðan banka norður á Akureyri einhverntíma á seinnihluta síðustu aldar.

20.5.11
Hæð í Glaðheimum - S E L D
9.5.11
Kevi-stóll til sölu - S E L D U R
Ég á einn fagurrauðan Kevi-stól sem mig langar til að selja. Skrifborðsstólarnir voru hannaðir af dönsku tvíburunum og arkitektunum Ib og Jørgen Rasmussen. Í dag er Engelbrechts framleiðandi stólanna og mér sýnist að viðmiðunarverð á þeim sé 3900 danskar krónur eða um 85.000. Er til í að láta minn gamla á 8000 krónur.



Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)