Í vikunni fékk ég í Góða hirðinum þennan skemmtilega barnastól sem ber nafnið Anna og er hönnun Karin Mobring frá 1963. Stólarnir, framleiddir af IKEA, voru mjög vinsælir hér á árum áður og því eflaust ennþá til á mörgum heimilum.
Til sölu koparlitað borðstofuljós (49 cm í þvermál). Ljósið er komið til ára sinna, með smá rispum, en gríðarlega fallegt í laginu. Veit ekki hvar það er framleitt en er sennilega frá árunum 1960-1970 (minnir mig á Tom Dixon ljósin).
Þessi fagri appelsínuguli hægindastóll er til sölu. Hann er mjög vel með farinn og einstaklega þægilegur. Áklæði alveg heilt. Breidd 68 cm, dýpt 88 cm og hæð 100 cm. olofjakobina@gmail.com