13.7.11

Kartio-vasar

Kartio-glösin, frá 1958, eru sennilega með þekktari verkum Kaj Francks, en þau voru hönnuð til að passa með Kilta-stellinu sem var forveri Teema. Glösin eru sívinsæl og mjög gott dæmi um tímalausa hönnun. Þarna um árið hannaði Kaj Franck líka blómavasa í sama stíl en þeir hættu í framleiðslu árið 1961. Iittala hefur nú dustað rykið af þeim og sett á ný í framleiðslu en vasarnir fást í tveimur stærðum og fimm litum.

Engin ummæli: