27.11.08
Flott jóladagatal
úr Elle Decoration desember 2008 -ljósmynd Paolo Riolzi, stílisering Stefania Vasques.
25.11.08
Styttist í jólabasarinn ...
Við vinkonurnar stöndum fyrir jólabasar í Safnaðarheimili Neskirkju n.k. sunnudag frá kl.12-17. Þar verður allskonar dýrindis varningur til sölu s.s. heklaðir smekkir og húfur, sultur og svuntur, kerti og ilmolíur, prjónasjöl og pikklissar, kökur og kökuföt og meira að segja mokkaflíkur. Allt gert af miklum hagleikskonum.
Ég verð m.a. með svona kökudiska sem ég er búin að vera að föndra úr gömlum diskum og kertastjökum og þessi tréjólatré sem eru voða sæt fyrir allskonar skraut. Meira síðar ...
24.11.08
23.11.08
Kanadafjöll í miðri stofu
Þetta innlit er svo líflegt að ég varð að koma því að núna í drunganum. Svona veggfóður fæst t.d. hjá Washington Wall.




Jólakúlur
22.11.08
Luminator
Luminator heitir þessi gólflampi sem Achille Castiglioni og bróðir hans Pier Giacomo Castiglioni hönnuðu árið 1954. Ég hef verið hrifin af honum alveg frá því að ég var á Ítalíu en lét loks verða af því að fá hann lánaðan heim nú um helgina. Og ... hann virkar ekki hér inni. Ég er ótrúlega svekkt (hélt að þarna væri jólagjöfin komin), en um leið dauðfegin því þá spara ég mér þau útgjöld.
En fyrir þá sem hafa aðeins meiri lofthæð en 2,50 er þetta alveg frábær lampi! Langaði semsagt bara að láta ykkur vita að það eru til 2 stk. í Epal sem eru á mjög góðum afslætti núna (kosta í kringum 35.000 kr.), þar sem Epal er hætt að selja lampa frá Flos. Einnig eru nokkrir aðrir Flos-lampar á afslætti.
- En ég kaupi mér hann kannski seinna, þegar ég er flutt í loftið mitt - ætli það verði ekki um sextugt!






Efnisorð:
í,
klassísk hönnun,
ljós og lampar
20.11.08
17.11.08
Matarstell frá M&S
Matarstellið Leaves er framleitt af Marks & Spencer. Mér finnst þetta voða sætt og væri alveg til í nokkra svona djúpa diska.




16.11.08
Sveppastjakinn minn!
Sjáiði bara hvað ég fann í Góða hirðinum. Þessi dásamlegi sveppastjaki beið mín bara þarna einn daginn. Það tók ekki nema nokkra daga að "síkretera" hann til mín. Það nefnilega borgar sig að skrifa niður óskir sínar ...


15.11.08
Gula æðið
14.11.08
Sharon Montrose
Þar sem ég er mikil bambaáhugamanneskja stoppaði ég við þessa ægilega sætu mynd. Ljósmyndarinn, Sharon Montrose, tók þessa myndaseríu af dýrum inni í stúdíói hjá sér (rétt eins og Catherine Ledner) sem hún selur svo á etsy. Þær Montrose og Ledner virðast vera andlega skildar, allavega báðar frá Kaliforníu.






Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)