Þegar ég fletti nýja IKEA-bæklingnum um daginn stoppaði ég við
Slätthult-límmiðana. Mér fannst svolítið skrýtið að vera að setja í framleiðslu límmiða sem eru nánast alveg eins og partur úr veggfóðrinu
Familjen sem er hannað af Lisu Bengtsson. Og ekki nóg með það, þá er annað veggfóður:
Frames, hannað af Taylor & Wood einnig í gangi. Það ætla greinilega margir að græða á þessari annars ágætu hugmynd.

