14.8.08

Fjölnota ungbarnavagga

Þessi fallega bastvagga frá Re-produkte (sem fæst í Epal) minnir okkur svolítið á Blindrafélagsvöggurnar sem við þekkjum öll, nema hvað þessi er fjölnota! Þegar barnið vex upp úr vöggunni má nota körfuna sjálfa t.d. sem dótakörfu og grindin nýtist svo sem stell undir rugguhest sem fylgir með. Síðan fæst ruggustóll í stíl sem má festa við vögguna, þannig að barnið vaggi með þér. Mjög sniðugt t.d. fyrir magakveisubörn.

Engin ummæli: