20.8.08

Kirkjubekk í svefnherbergið

Ég er dálítið slæm með fatahrúgurnar inni í svefnherbergi og mig grunar að ég sé ekki ein um það. Á síðu Rebekah Sigfrids fann ég voða sæta mynd þar sem að heill kirkjubekkur er kominn inn í svefnherbergi og ég held að það gæti verið eitthvað sem hentaði mér ... gæti líka vel sætt mig við George Nelson-bekkinn sem Vitra framleiðir.

Engin ummæli: