3.8.08

Studio Maartje Steenkamp

Maartje Steenkamp er mjög áhugaverður hönnuður. Hún er hollensk, fædd 1973 og hefur rekið studio í Haarlem í Hollandi síðan 2002. Margir kannast við barnastólinn hennar, Highchair frá 2003 sem Droog framleiðir en nokkrum árum síðar kom hún svo með Child Child Chair, sem er stóll fyrir ungabarn + eldra barn. Mjög skemmtileg hugmynd en dálítið plássfrek. Hvar myndi maður svosem hafa svona sæti? Kæmist allavega ekki fyrir í eldhúsinu mínu ... en lúkkar vel og fer örugglega vel í stóru og flottu iðnaðarhúsnæði (sem kannski flesta dreymir um).

Engin ummæli: