3.8.08

Salvör

Fauna-púðarnir, hannaðir af Salvör, eru framleiddir í Brooklyn og fást hér í Kisunni. Ég hef lengi verið að velta því fyrir mér hvort að þessi Salvör væri íslenskur hönnuður eða hvaðan þetta nafn kæmi. Nú er komin skýring á því. Í stuttu viðtali sem ég fann við Ross Menuez, stofnanda Salvör, kemur fram að dóttir hans heiti þessu nafni, konan hans sé íslensk og langalangamma hennar hafi heitið Salvör. Þannig er nú það.

1 ummæli:

mariakristin sagði...

Hæ! Ég prófaði að googla Salvör og lenti hér. Ertu búin að kíkja inn á síðuna þeirra nýlega? Ég rakst á nýju línuna í NYC um daginn og leist þrusu vel á. Nafnið vakti að sjálfsögðu athygli mína ;)