30.1.09

Sköna Stockholm

Svona íbúðir finnast í Stokkhólmi. Sjá nánar á emmas designblogg.

Tekk náttborð

Þessi fínu tekknáttborð eru nú til sölu á mbl.is - í smáauglýsingunum. Og mér datt í hug að vekja athygli ykkar á því. Tek það fram að ég veit ekki hver er að selja þetta - en þau líta mjög vel út!

29.1.09

Allrum

Þessir límmiðar geta hresst verulega upp á einlitar, þreyttar flísar. Sænsk hönnun frá Allrum.

27.1.09

Habitat rúmföt

Ég er voða hrifin af þessum rúmfötum sem eru frá Habitat. Geri þó ekki ráð fyrir að þau séu fáanleg í Holtagörðum - þar er jú bara endalaus útsala ...

26.1.09

Heima hjá Ilse Crawford

Ég rakst á þessar myndir af heimili Ilse Crawford í London. Skemmtilegt bland í poka á þeim bæ.

25.1.09

Marimekkoblogg

Hér má finna bloggsíðu Marimekko - allskonar ný mynstur væntanleg á næstunni ...

23.1.09

By Fribert

Þessar fínu myndir fann ég á síðu Taverne Agency og ég geri ráð fyrir að þær séu teknar heima hjá frú Kirsten Fribert.

21.1.09

Ég að vakna úr janúardvalanum

Þessar myndir eru frá Ace hóteli í Portland í Oregon - bara ef einhver ætti leið þar um.