27.4.12

Tekk-hillur til sölu - SELDAR

Þessar fallegu tekk-hillur eru til sölu vegna flutninga.
Hillukerfið heitir PIRA og er hannað af Olof "Olle" Pira & Nils Strinning árið 1956.
Þetta eru 6 uppistöður, 2 m háar, sem eru festar í vegg að ofanverðu. Hillurnar eru 90 cm hvert stykki og því heildarlengd 453 cm.
19 stk. 20 cm djúpar og 7 stk. 30 cm djúpar.
Allt mjög vel með farið - einstakt tækifæri!

Sjá líka á NORMU.




 

23.4.12

Euro pallettur

Þetta er nú alveg ágætis borð ... og hér má sjá aðrar 57 hugmyndir, hvernig nýta má pallettur á skemmtilegan máta.

16.4.12

NORMA - aldrei meira úrval!

Ég og vinkona mín Guðný Þórarinsdóttir höfum frá því í haust haldið úti markaði á Facebook sem ber heitið NORMA (og því hefur lítill tími gefist í blogg). Endilega kíkið á þá síðu (og líkið við) ef þið eruð ekki nú þegar vinir NORMU :)

6.4.12

6. grænn apríl

Hér er önnur hugmynd með glerkrukkum. Þær má til dæmis nýta sem morgunverðarskálar eða jafnvel undir hátíðareftirréttinn. Mynd The little red house.

5.4.12

5. grænn apríl

Ég er alltaf hrifin af þessum gúmmíkörfum sem gerðar eru úr gömlum bíldekkjum. Vinsælt er að mynda þær við arininn fullar af viðarkubbum en ekki örvænta, þær má nota t.d. undir pottablóm, leikföng, prjónadótið, dagblöðin, húfur og trefla.

4.4.12

4. grænn apríl

Sjáið þessu fallegu glös! Þau voru einu sinni vínflöskur. Kíkið endilega á síðuna Bottlehood en þar má sjá allskonar glös, misfalleg að vísu, unnin úr gömlum flöskum.

3.4.12

3. grænn apríl

Staka sokka má nýta í ýmislegt t.d. í dúkkugerð - hugmyndaflugið er allt sem þarf. Myndir m.a. af síðunni Paper Source.

1.4.12

2. grænn apríl

Hér er skemmtileg hugmynd frá House to home. Gamlar sultukrukkur og leikfangadýr er allt sem þarf.

1. grænn apríl

Skókassa og aðra litla pappakassa sem koma inn á heimilið má nýta aftur sem gjafakassa eða geymslubox. Hér er búið að líma utan um þá götu- og landakort, sem má t.d. finna í gömlum símaskrám eða landabréfabókum, en þær má fá í Góða hirðinum eða á öðrum mörkuðum. Mynd frá Design*Sponge.