29.6.11

Asker frá IKEA

Í kvöld hengdi ég upp svona Asker ílát inni á baði til að nota fyrir tannburstana og skil ekkert í því af hverju ég var ekki búin að fatta þetta fyrir lifandi löngu. Þessi ágæta krús, sem er akkúrat það sem mig vantaði, er seld í eldhúsdeildinni en svínvirkar sem sagt undir burstana. Hönnun Sigga Heimis fyrir IKEA.

27.6.11

Í gömlu norsku skólahúsi

Hér eru myndir af heimili norsku listakonunnar Mariu Överbye en hún býr ásamt fjölskyldu sinni í gömlu skólahúsi frá 1893. Ljósmyndir Trine Thorsen.

23.6.11

Pallettur

Euro-pallettur má nota á ýmsa vegu. Þessar ágætu hugmyndir eru af síðunni Apartment therapy.

16.6.11

Rabbarbari

Í nýjasta Gestgjafanum er ljómandi fallegur rabbarbaraþáttur. Myndir Karl Petersson, uppskriftir Sirrý og ég sá um stíliseringu.

15.6.11

Góði alltaf góður

Teketillinn, sem mig hefur lengi langað í, beið mín í Góða hirðinum í dag. Ketillinn, GA3 (eins og sá svarti á myndinni) var hannaður árið 1953 af Ullu Procopé fyrir Arabia og eintakið sem ég fann framleitt árið 1969 - er því alsæl með kaupin :)

Drottinn hér og þar

Á þessum myndum sem birtust í Húsum og híbýlum og Gestgjafanum sér maður glitta í Drottinn blessi heimilið ;) Ljósmyndir: Bragi Þór Jósefsson, Rakel Ósk Sigurðardóttir, Gunnar Sverrisson og Karl Petersson.

Precious

Ný lína frá Georg Jensen hönnuð af Ilse Crawford.

14.6.11

París

Mig langar mest að stinga af til Parísar - mynd cakies.

Stelpuherbergi í Sidney

og fleiri myndir af heimilinu hér.

Húsapúðar

Skemmtileg hús á Etsy.

Design*Sponge diy

Ef þú býrð svo vel að eiga auðan vegg (og ef afi þinn var prentari) þá er þetta ágætis hugmynd - sjá meira hér.

12.6.11

Fyrirmyndarforstofa

og fleiri myndir úr íbúðinni hér.

11.6.11